Mercedes Benz Arctic EditionÁ síðustu árum hefur orðið sprenging í ferðamannaiðnaðinum á Íslandi sem skapað hefur tækifæri fyrir nýjungar. Íslenska fyrirtækið RAG hefur verið í samstarfi við fyrirtækið BUS-PL í Póllandi, sem sérhæfir sig eingöngu í því að hanna og smíða sannkallaðar lúxusrútur og bera þær alþjóðlega heitið Arctic Edition 4x4/Arctic Edition.

RAG getur breytt og afhent 22 til 25 rútur á ársgrundvelli. Rúturnar hafa sannarlega slegið í gegn hér á landi sem og erlendis og hefur RAG þegar selt rútur til Noregs, Póllands og Svartfjallalands. Rúturnar koma nýjar úr verksmiðju Mercedes Benz í Þýskalandi og fara þaðan beint til Póllands í breytingu.

Hafið samband við sölumenn okkar til nánari upplýsinga eða smellið HÉR til að sjá meiri upplýsingar.

Skoða vefsíðu BUS-PL.

 

Hafðu samband

Heimilisfang: Helluhraun 4,
Hafnarfjörður

565-2727 / 892-7502

Opnunartímar: Mán-Fös 8:00 til 17:00

Netfang: rafn@rag.is